Möffins og vöfflur!

Jæja þá er kominn sunnudagur og best að rífa upp vöfflujárnið og möffinsformin því það er von á gestum og allt verður að vera klárt er þau koma.Kallin verður að fara út í búð og sækja eitt og annað og drífa sig svo heim til að ryksjúga sófann.Svo þegar allir eru komnir þá er hægt að setjast niður en ekki fyrr.
Ég veit ekki af hverju þetta þarf að vera svona en svona heimsóknir hljóta að lúta einhverjum lögum sem ég veit ekki hver eru og skil ekki.Persónulega finnst mér ekkert að því að slaka aðeins á
og þó svo að allt sé ekki klart þegar gestirnir koma þá er það bara allt í lagi.

Kv.Hákon

 

Mæli með þessu.

 

 

 

 

 


Allt fellur í ljúfa löð!

Það hlaut að koma að því sem ég vil gjarnan forðast það er að segja fótboltaumræður.
En engu að síður var mér nokkuð létt samt þar sem ég heyrði lítið sem ekkert minnst á bankana eða Rússalán eða Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.Þannig að allt virðist stefna í það að menn nenna ekki lengur að velta sér upp úr þessu og vilja bara tala um boltann.

Sumir tala um Paris Hilton og aðrir um Madonnu en það verður víst endalaus áhugi fyrir stjörnunum og boltanum sem "Global" gjaldþrot virðist ekki hafa roð í!

Hákon.

Mæli með þessu.


Goooosfraba!!!

I feel pretty o so pretty .... Bara að það væri einhver eins og góði geðlæknirinn sem Jack Nicholson lék í Anger managemant.Hann gæti sko opnað augun á þessu "Krísufólki".Hver veit kannski ef slíkur læknir væri til þá væri kannski ráð að láta hann sitja alla krísufundi og fólk kæmi út í sólskinskapi með GOOSFRABA tattúverað á ennið syngjandi I fell pretty o so pretty ...

Ætli það væri það versta?

Kv. Hákon

 

Mæli með þessu.


Bjart yfir mér!

Þegar maður gengur um eins og bjáni með sólgleraugu í grenjandi rigningu á fólk til að stara aðeins og velta því fyrir hvað í andskotanum maðurinn sé að gera með sólgleraugu.Málið er að ég fékk flís í augað seint á föstudegi og á laugardagsmorgni þurfti ég að fara á slysó.Síðan var ég sendur til augnlæknis eftir að menn þar á bæ gáfust upp.Eftir þá heimsókn þurfti ég enn og aftur að mæta til að ná leifunum úr auganuen eftir þetta hef ég gengið um með sólgleraugu jafnvel innandyra.Ætli það sé ekki bara svona bjart yfir mér

kv. Hákon

 

Skoða heimasíðu 


Kaffistofan!

"United vann þann, púllararnir skíttöpuðu eða Eiður Smári eithvað" er umræða sem ég hef ekki heyrt lengi, þess í stað heyrirmaður ekkert nema "Kaupþing ..... Landsbankinn ....  Glitnir ........ evran .....".

Ég  persónulega vildi gjarna heyra meira um boltann þó ég hafi aldrei blandað mér í þá umræðu og hef ekkert vit honum.Satt best að segja er fótbolti eitthvað það leiðinlegasta sem eg veit um og vildi helst lifa í boltalausum heimi en hann er þó mun skárri en hitt! 

Kv. Hákon

 

Skoða heimasíðu 


Hvar voru helvítis jafnréttistrunturnar þá?

Mér finnst mikið grenjað yfir launamismunun kynjanna og það er sífellt verið að henda upp einhverjum línuritum og talað um svo og svo mörg prósent og svo framvegis.Persónulega finnst mér launamismunun kynjanna algjör firra og ætti hvergi í heiminum þekkjast.En þegar framtíð fyrirtækis þar sem konur virðast efstar í fæðukeðjunni er að renna út í sandinn þá heyrist lítið í jafnréttistruntunum.Þær eru kannski allar heiðursfélagar hjá sól í straumi, já þegar hin persónulega barátta flækist fyrir saumaklúbbnum þá er hún bara látin fjúka.

Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu 


El dia de los tontos!

Ég hef ákveðið að skíra einn dag á fjögurra ára fresti "El dia de los tontos".Það er dagurinn sem almenni landi kýs yfir sig enn eina vitleysuna og það ekki í fyrsta skipti.Hann hugsar kannski að núna myndi eitthvað gerast að  fólk hljóti að sjá í gegnum þetta og ákveða að nú sé kominn tími til að breyta rétt eins og hann sjálfur.En hvað gerist sama vitleysan einu sinni einu sinni enn.Þetta ætti kannski að kallast hringavitleysudagurinn þegar ruglið allt saman fer yfir byrjunarreitinn og réttir út hendur til að fá það sem það á skilð.Það virðist bara vera nóg til af fólki sem kýs af gömlum vanan alltaf sama flokkinn og það virðist heldur ekkert hægt að tjónka við það.Hvað á ég að kjósa framsókn? Það er eins og það séu bara til tveir flokkar.Jæja þetta er orðið fínt, bið að heilsa.

Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu 


Sól í hvað? Vitið þið hvað er í húfi?

Það er eitthvað sem segir mér að þeir sem eru hvað mest á móti stækkun álversins séu miklir Reykjanesbrautarferðamenn því eina sem ég hef heyrt er hvað það sé ljótt að horfa á þetta út um gluggann á bílnum."COME ON" Vitið þið hvað er í húfi? Eru bara hafnfirðingar að vinna þarna?Ég held að enginn "sólarmaður eða kona" hafi nokkurn tíma komið inn á svæðið og viti þar af leiðandi ekkert hvað er að ske.Það eru ekki bara ISALstarfsmenn semm leysa allan vanda heldur eru fjölmargir verktakar hreinlega háðir þessari verksmiðju og þeir eru ekkert allir úr hafnarfirði.Þeir eru ljótir og leiðinlegir og eiga miklu meiri peninga en við er svo til það eina sem ég hef lesið úr þessu öllu saman en jæja ætlaði bara að segja skoðun mína á þessu öllu saman.Bið að heilsa.

Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu 

 


Snjókoma á morgnana og sólskin á kvöldin

Ef Ragnar Reykhás væri veður þá væri hann íslenskt veður alltaf að skipta um skoðun, blásandi í þessa áttina eða hina.Mér finnst ótrúlegt að horfa á öll árstíðarskiptin fyrir hádegi tvisvar til þrisvar í viku.Ég var að vinna með útlendingum fyrir helgi og þeir spurðu trekk í trekk hvort þetta væri eðlilegt.Þrátt fyrir að þeir hafa dvalið hér síðan síðasta sumar virðast þeir enn frekar óöruggir þegar sviptingarnar byrja.

Annars væri hægt að röfla endalaust um þetta en segjum þetta gott í bili.

Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu 


Páskafreistingarnar byrjaðar!

Það eru um tvær vikur sem páskaeggin voru keypt og komið fyrir til sýnis í stofunni.Pabbi mig langar í svona.Þetta gat maður nú sagt sjálfum sér en nú þegar litla stelpan er hætt að sjá eggið hafa aðrir rennt hýru auga til þess.Eigum við ekki bara að opna litla eggið? Við getum keypt annað.Við? Þú meinar þú!Ég allavega hélt að maður ætti bara að kaupa páskaegg einu sinni á ári en ekki mörg egg á páskatímabilinu.En það er kannski allt í lagi ,maður fær nefnilega eitt frá vinnunni í stærsta flokknum.Svo þegar þessu er öllu lokið vill maður ekki sjá súkkulaði í allavega mánuð og svo er bara að bíða eftir næstu páskumWink.

Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu 


Næsta síða »

Um bloggið

Hákon Þorsteinsson

Höfundur

Hákon Þorsteinsson
Hákon Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband