Færsluflokkur: Bloggar
22.3.2007 | 21:39
Spítt í hólki eða......?
Því er nú þannig komið fyrir barni mínu að gefa þarf því púst.Þær hafa verið margar andvökunæturnar hjá þeim mæðgum þar sem litla stelpan var hreinlega við það að kafna því hóstinn var svo rosalegur.Stundum var ég nú ræstur og sendur fram að sækja mixtúru en þegar þess þurfti ekki svaf ég þetta allt saman af mér.
Svo loksins eftir að hafa kvartað í marga mánuði var skrifað upp á púst sem heitir seretide.
Vá hvað barnið varð skyndilega "hæper" og hljóp út um allt og hló að öllu.Svo tók hún upp á því að fela sig á bak við lófana sína og sprakk svo úr hlátri.Nú í þessum skrifuðu orðum togar hún í aðra höndina á mér og reyna að fá mig til að leika.Ég held bara að ég láti aðeins eftir henni.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 20:18
Reynslusaga í rauntíma : dagur 9 :Loksins!!!!!
Það held ég svei mér þá að þetta sé komið þó ekki beint úr fallhættu en það er allt í lagi ég er búin að fara á fallvarnanámskeið.Nú þarf maður bara að smita frúna til að koma jafnvægi á heimilið. Hvað sem því líður þá getur maður kannski hætt að bulla eins og það sé eitthvað kúest hjá manni að allir viti hvernig gangi.Málið er að hjallurinn er yfirstiginn og þá getur maður snúið sér að öðru.
Allavega verður maður aðhafa einhverja tilbreytingu í þessu.Þýðir ekkert að skrifa alltaf vinstri grænir eitthvað eða hvað þau eru leiðinleg í samfylkingunni.Ég allavega kveð að sinni.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2007 | 20:33
Reynslusaga í rauntíma : Dagur 8 : Sátt eða..........
Dagurinn í dag var algjör brandari miðað við fyrri daga.Þetta var svo hrikalega auðvelt að það var eins og mig hefði dreymt að ég reykti einhverntíman.Nú er spurningin, verður áframhald á þessu eða er þetta bara einhver tímabundin sátt.Það verður tíminn að leiða í ljós en vonast ég til að þessu sé nú lokið og ég geti farið að pæla í einhverju öðru,já Reyðarfjörður.
Það á að senda mig á Reyðarfjörð í næstu viku en ég ekki bullað um það fyrr en þá.Bið að heilsa.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 23:06
Reynslusaga í rauntíma : Dagur 7 : Klapp á bakið!
Jæja þá er svo komið að ég er að fyllast af stolti yfir árangri mínum.Ég sver að í gær var ég byrjaður aftur í huganum en svo sá ég að það hefur verið skrifað í ath. dálkinn þar sem ég fékk klapp á bakið frá fyrrverandi reykingamönnum og viþ það leið mér strax betur.Svo í dag hef ég einnig verið að glugga í bókina og fengið auka hughreystingu þannig að allt lítur betur út í dag.Eitt sem ég hef tekið eftir varðandi þessi fráhvörf eru að þau eru svo sem engin ÞETTA ER ALLT SAMAN HUGLÆGT eins og stóð í ritningunni.
Jæja nú held að það styttist í það að maður fari nú að bulla um eitthvað annað an þangað til verður reynslusaga á hverjum degi.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 00:42
Reunslusaga í rauntíma : Dagur 6 :Gamlar sannfæringar!
Þetta er erfitt þegar maður hefur eytt 15 árum í að sannfæra sjálfan sig um að maður þurfi að reykja og ætla síðan að snarhemla og sannfæra sig um einmtt hið gagnstæða.Jújú það virkar fyrstu tvo dagana en svo byrjar lífsmynstrið að brjótast út.Maður á að vakna ,fá sér að borða og kveikja sér í sígó svo á maður að fara í vinnuna, fá sér kaffibolla og kveikja sér í sígó.Þvílíkt bull að allar dagar eigi snúast um að kveikja sér í á réttum tímum.Þvílíkt bull að maður þurfi á þessu að halda.En svona er þetta það er víst hægt að kenna gömlum hundum að sitja það tekur bara tíma.
Þannig að maður verður bara að vera sterkur og taka einn dag í einu eins og sagt var við mig.Þetta hlýtur að líða hjá.
Meiri reynslusaga siðar.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 23:03
Reynslusaga í rauntíma : Dagur 5 : Status quo!
Það urðu svo sem engar breytingar í dag, mig langaði að reykja á vissum stundum en lét það þó ógert.Svo virðist sem maður haldi að þetta sé eitthvað (félagslegt möst) ef maður á annað borð hefur reykt.
Ég fór í bíó og var afar vel skemmt yfir 300 mönnum sem ætluðu að sigra miljónir en svo kom hlé og ég fór út að gömlum vana.ÞAÐ VAR SNJÓKOMA OG KALT og ég hugsaði er þetta það sem maður leitar í og labbaði aftur inn með bros á vör.
Meira á morgun.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 18:54
Reynslusaga í rauntíma: Dagur 4: Takið losnar!
Jæja þá er takið aðeins að losna en samt virðist að við vissar aðstæður langi manni að kveikja í.
Það var fundur á kaffistofunni hjá okkur áðan og þegar tekin var kaffipása þá gaus upp löngunin en sem betur fer eru þessar (löngunarstundir) að styttast.Mig hlakkar til þess dags sem ég hætti að finna fyrir þessum löngunum en þangað til læt ég mig hafa að langa (en gera ekkert í því).
Meira af reynslusögu á morgun.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 00:05
Dagur 3: The plot thickens!!!!
Nú eru liðnir 3 dagar (sin sigarro) og alltf verður þetta erfiðara.Í dag stóð ég sjálfan mig að því að reyna finna út úr því hvernig ég gæti kveikt mér í án þess að það kæmist upp.
Ég stoppaði og hugsaði "hva er ég sextán!!!" en það var nákvæmlega þá sem ég byrjaði og passaði ávallt að enginn kæmist að þessu.
Ég vona að það bara að maður átti sig á þessu sem fyrst að reykingar eru bara óþverri og maður er reglubundið að eyða í heilsutjón með því að reykja.
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2007 | 23:16
Létta leiðin????
Nú um helgina fékk ég afar góða hugmynd, nefnilega að keyra sjálfan mig í perluna og gramsa á bókamarkaðnum.Það sem ég fann (og keypti) var "Létta leiðin til að hætta að reykja".
Nú tveim dögum seinna hef ég lokið við bókina og verið reyklaus í einn dag (sem er reyndar alveg persónulegt met).Ég ætla svo sem ekkert að halda einhvern pistil um þessa bók en mér finnst að ALLIR sem eru eitthvað að pæla í þessu ættu að verða sér út um eintak (kostar ekki mikið meira en pakki).
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 23:39
Málfar í útvarpi!
Ég varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu um daginn að sitja í vinnubíl með útvarpi sem var fast á einni stöð.
Ég tók saman draslið sem ég þurfti að hafa með mér,settist inn,setti í gang og kveikti á útvarpinu.
Þunglyndislegir tónar svokallaðrar r og b tónlistar sem enginn virðist geta haldið vatni yfir.Ekkert mál ég skipti bara um stöð,svona þetta er betra,nei heyrðu helv... útvarpið er fast.
Jæja ég læt mig hafa það.Og svo byrjar það.
"Já og ana þúust er ittiggi alveg ana megastór keppni?" sagði útvarpsmaðurinn.Jú svaraði einhver stelpa,"og ertu þá alltaf ana í djimminu í heví vörkát" jú svaraði stelpan.
Mér fannst ég heyra klukkutif eins í þáttunum 24 þa stöð 2 og gerði mér þá grein fyrir að þetta var hljóðið í greindarvísitölu minni að lækka að mér fannst.
Er ekki einhver sem á að taka fyrir þetta, ég bara spyr?
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Hákon Þorsteinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar