10.3.2007 | 23:39
Málfar í útvarpi!
Ég varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu um daginn að sitja í vinnubíl með útvarpi sem var fast á einni stöð.
Ég tók saman draslið sem ég þurfti að hafa með mér,settist inn,setti í gang og kveikti á útvarpinu.
Þunglyndislegir tónar svokallaðrar r og b tónlistar sem enginn virðist geta haldið vatni yfir.Ekkert mál ég skipti bara um stöð,svona þetta er betra,nei heyrðu helv... útvarpið er fast.
Jæja ég læt mig hafa það.Og svo byrjar það.
"Já og ana þúust er ittiggi alveg ana megastór keppni?" sagði útvarpsmaðurinn.Jú svaraði einhver stelpa,"og ertu þá alltaf ana í djimminu í heví vörkát" jú svaraði stelpan.
Mér fannst ég heyra klukkutif eins í þáttunum 24 þa stöð 2 og gerði mér þá grein fyrir að þetta var hljóðið í greindarvísitölu minni að lækka að mér fannst.
Er ekki einhver sem á að taka fyrir þetta, ég bara spyr?
Hákon Þorsteinsson
Skoða heimasíðu
Um bloggið
Hákon Þorsteinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að hafa verið á FM957. Heimskasta útvarpsfólk landsins safnast þangað eins og mý á mykjuskán.
Jens Guð, 10.3.2007 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.